Golfsamband Íslands

Andri Þór lék frábært golf á Símamótinu og bætti vallarmetið á Hlíðavelli

Andri Þór Björnsson slær hér af 4. teig á Hlíðavelli í dag. Mynd/seth@golf.is

Andri Þór Björnsson úr GR lék frábært golf á fyrsta keppnisdeginum á Símamótinu á Eimskipsmótaröðinni í dag. Andri Þór bætti vallarmetið á Hlíðavelli hjá Golfklúbbi Mosfellsbæjar en hann lék á -8 eða 64 höggum. Andri Þór gerði engin mistök og fékk alls 8 fugla. Skorið hjá keppendum á Símamótinu er mjög gott á fyrsta hringnum það sem af er degi enda eru aðstæður allar hinar bestu. Frábært veður og Hlíðavöllur í toppstandi.

Gísli Sveinbergsson úr GK og Magnús Lárusson úr GJÓ eru tveimur höggum á eftir Andra Þór en þeir jöfnuðu gamla vallarmetið með því að leika á 66 höggum eða -6 í dag.

Keppni er ekki lokið en nánar verður greint frá úrslitum dagsins í kvöld.

Lifandi skor er uppfært hér frá Símamótinu: 

Gísli Sveinbergsson, GK, slær hér af teig á 16. braut á Hlíðavelli í dag. Mynd/seth@golf.is
Gísli Sveinbergsson GK slær hér af teig á 16 braut á Hlíðavelli í dag Myndsethgolfis

 

Magnús Lárusson GJÓ slær hér á 17 teig á Hlíðavelli í dag Myndsethgolfis
Exit mobile version