Site icon Golfsamband Íslands

Áhugavert æfinganámskeið hjá GKG – stöðvaþjálfun

Frá Leirdalsvelli.

Frétt af heimasíðu GKG.

Núna styttist í sumarið og ekki seinna vænna að koma sér í form. Við hjá GKG bjóðum upp á æfinganámskeið sem hefjast 21.mars, markmiðið með námskeiðinu er að æfa alla þætti leiksins í formi stöðvaþjálfunar. PGA kennarar frá GKG sjá um námskeiðið og eru til staðar að leiðbeina. Um er að ræða 5 skipti einu sinni í viku og klst í senn, verða einungis 6.000 kr. Hægt er að velja milli mánudaga og miðvikudaga milli kl 20-22 og fer námskeiðið fram í æfingaaðstöðu GKG í Kórnum Kópavogi. Fullt er í einhverja hópa nú þegar.

Áhugasamir vinsamlegast senda fyrirspurn á birgirleifur@gkg.is
kveðja
Íþróttasvið GKG

Exit mobile version