Steinn B. Gunnarsson, íþróttastjóri Nesklúbbsins, og Hermundur Sigmundsson, prófessor í sálfræði í NTNU háskólanum í Noregi, vinna þessa dagana að rannsókn á hugarfarslegum þáttum ólíkra hópa samfélagsins.
Nú er komið að því að bera kylfinga saman við aðra hópa samfélagsins.
Öllum kylfingum 15 ára og eldri er velkomið að taka þátt og er rannsóknin óháð getu.
Þátttaka tekur um 3-5 mínútur og felst í að svara spurningalista á netinu. Listann má finna í hlekk hér að neðan.
