Kristján Þór Einarsson, er stigameistari GSÍ á árinu 2022. Þetta er í annað sinn sem Kristján Þór fagnar þessum titli – en hann er Íslandsmeistari í golfi 2022. Kristján Þór fékk 4017 stig í fimm mótum af alls sex og sigraði með nokkrum yfirburðum.
Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, varð annar á þessum lista og Kristófer Orri Þórðarson, GKG varð þriðji. Kristján Þór fékk stigameistaratitilinn afhentann í mótslok á Korpubikarnum hjá GR sem lauk í síðdegis í dag.
Kristján Þór lék á fimm mótum á tímabilinu og var ávallt á meðal 20 efstu. Hann varð 7. á fyrsta móti ársins B59 Hotel mótinu, og í 14. sæti á Leirumótinu. Á Íslandsmótinu í holukeppni varð hann 3. Hann sigraði á Íslandsmótinu í golfi í Vestmannaeyjum og einnig á Korpubikarnum. Eina mótið sem Kristján Þór tók ekki þátt á mótaröðinni var Keilisbikarinn,

Stigalistinn er hér í heild sinni:
Stigalistinn er hér í heild sinni:
Stigameistarar í karlaflokki frá upphafi:
| Ár | Nafn | Fjöldi |
| 1989 | Sigurjón Arnarsson | 1 |
| 1990 | Úlfar Jónsson | 1 |
| 1991 | Ragnar Ólafsson | 1 |
| 1992 | Úlfar Jónsson | 2 |
| 1993 | Þorsteinn Hallgrímsson | 1 |
| 1994 | Sigurpáll G. Sveinsson | 1 |
| 1995 | Björgvin Sigurbergsson | 1 |
| 1996 | Birgir L. Hafþórsson | 1 |
| 1997 | Björgvin Sigurbergsson | 2 |
| 1998 | Björgvin Sigurbergsson | 3 |
| 1999 | Örn Ævar Hjartarson | 1 |
| 2000 | Björgvin Sigurbergsson | 4 |
| 2001 | Guðmundur Rúnar Hallgrímsson | 1 |
| 2002 | Sigurpáll G. Sveinsson | 2 |
| 2003 | Heiðar Davíð Bragason | 1 |
| 2004 | Birgir Leifur Hafþórsson | 2 |
| 2005 | Heiðar Davíð Bragason | 2 |
| 2006 | Ólafur Már Sigurðsson | 1 |
| 2007 | Haraldur H. Heimisson | 1 |
| 2008 | Hlynur Geir Hjartarson | 1 |
| 2009 | Alfreð Brynjar Kristinsson | 1 |
| 2010 | Hlynur Geir Hjartason | 2 |
| 2011 | Stefán Már Stefánsson | 1 |
| 2012 | Hlynur Geir Hjartason | 3 |
| 2013 | Rúnar Arnórsson | 1 |
| 2014 | Kristján Þór Einarsson | 1 |
| 2015 | Axel Bóasson | 1 |
| 2016 | Axel Bóasson | 2 |
| 2017 | Vikar Jónasson | 1 |
| 2018 | Axel Bóasson | 3 |
| 2019 | Dagbjartur Sigurbrandsson | 1 |
| 2020 | Axel Bóasson | 4 |
| 2021 | Aron Snær Júlíusson | 1 |
| 2022 | Kristján Þór Einarsson | 2 |

