Gísli Sveinbergsson úr Keili sigraði á Duke of York á Royal Aberdeen vellinum í Skotlandi. Gísli lék í dag á 68 höggum og endaði samtals á fimm undir pari vallarins en leiknar voru 36 holur. Aflýsa þurfti þriðju umferð vegna veðurs. Gísli er þriðji Íslendingurinn sem sigrar á Duke of York mótinu. Aðrir eru þeir Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR árið 2010 og Ragnar Már Garðarsson úr GKG árið 2012. Ragnhildur Kristinsdóttir úr GR lék hringina tvo á 81 og 75 höggum og endaði í 35. sæti.
Deildu:
Opið fyrir skráningu í Vormót GÞ
05.05.2025
Afrekskylfingar | GSÍ mótaröðin
Opið fyrir skráningu í Vormót GM
04.05.2025
Afrekskylfingar | GSÍ mótaröðin
Hversu oft færir þú boltann?
04.05.2025
Golfvellir
Yfirlýsing frá framkvæmdastjórn ÍSÍ
04.05.2025
Fréttir
Mótaskrá GSÍ fyrir árið 2025
02.05.2025
Fréttir