Samtök íþrótta – og golfvallarstarfsmanna á Íslandi (SÍGÍ) halda aðalfund sinn þann 13. febrúar nk. Fundurinn fer fram í golfskála Keilis í Hafnarfirði.
Málefni fundarins:
- Venjuleg aðalfundarstörf.
- Stjórn leggur fram meðlimalista sem tilgreini kjörgengi og kosningarétt.
- Dagskrá aðalfundarins lögð fram.
- Kosning fundarstjóra og fundarritara.
- Skýrsla stjórnar lögð fram.
- Lagðir fram endurskoðaðir reikningar.
- Umræða um skýrslu stjórnar og reikninga. Reikningar bornir undir atkvæði.
- Lagðar fram tillögur um breytingu laga og reglugerða og þær bornar undir atkvæði.
- Stjórn leggur fram tillögu um árgjöld og þær bornar undir atkvæði.
- Kosning stjórnar og varamanna í stjórn skv. 7. gr.
- Kosning tveggja endurskoðenda skv. 7. gr.
- Önnur mál
Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á eða vita af áhuga annara á stjórnarsetu eru beðnir um hafa samband við formann SÍGÍ sem fyrst.
Hægt er að kynna sér starfsemi samtakanna á heimasíðu þeirra, www.sigi.is