GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Iceland Golf Expo 2026 fer fram í Laugardalshöll dagana 7.-8. mars næstkomandi.

Markmið sýningarinnar er að sameina fyrirtæki, golfklúbba og aðra aðila í golfhreyfingunni á Íslandi á einum vettvangi til að kynna vörur, þjónustu og nýjungar, auk þess að efla tengslanet og styrkja ímynd golfsins sem fjölbreyttrar og ört vaxandi íþróttar.

Hægt er að heimsækja heimasíðu sýningarinnar hér

Í samtali við Björgvin Þór, markaðsstjóra Iceland Golf Expo, kom fram að lítið væri eftir af gólfplássi fyrir sýnendur, en sú staða endurspeglar mikinn áhuga á viðburðinum. Þá bætir hann því við að skráning sýnenda hafi gengið afar vel, og stutt væri í að loka þurfi fyrir skráningu.

Fyrirtæki sem tryggja sér þátttöku fá tækifæri til að kynna vörur sínar og þjónustu beint fyrir markhóp sem hefur ríkan áhuga á golfi, ferðaþjónustu og afþreyingu, auk þess sem sýningin laðar að sér fjölda fagaðila, áhugafólk og lykilaðila innan greinarinnar.

Gert er ráð fyrir 12–15 þúsund gestum á sýninguna, og verður þar eitthvað fyrir alla. Golfhermar, golfferðir, íslenska landsliðið og margt fleira.

Á sýningunni má m.a. finna:

  • Íslandshótel
  • Golfsamband Íslands
  • 66 Norður
  • Golfskálann
  • Garmin
  • Ölgerðina
  • Golfbúðina Hafnarfirði
  • J. Lindeberg
  • Elva Golf
  • o.fl.

Hægt er að nálgast uppröðun bása á heimasíðu Iceland Golf Expo

Frá Fit Run

Ef þú vilt tryggja þér bás er hægt að hafa samband við skipuleggjendur sýningarinnar hér:

Sara Jónsdóttir  – sara@vistaexpo.is
Ómar Már Jónsson – omar@vistaexpo.is
Björgvin Þór Rúnarsson – bo@vidburdafelagid.is

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ