GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Íslensku atvinnukylfingarnir Hulda Clara Gestsdóttir og Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefja leik í úrtökumóti fyrir LET mótaröðina (Ladies European Tour) í dag. Mótið fer fram dagana 10.-12. desember og verða 54 holur leiknar á keppnisdögunum þremur.

Leikið er á fjórum völlum víðsvegar um Marrakesh í Marokkó; Fairmont Royal Palm Golf & Country Club, Noria Golf Club, PalmGolf Marrakech Ourika og Samanah Golf by Nicklaus. Efstu nítján kylfingarnir á hverjum velli komast í lokaúrtökumótið sem fer fram 16.-20. desember á Royal Golf Marrakech og Al Maaden Golf Marrakech.

Guðrún Brá leikur úrtökumótið á Samanah Golf by Nicklaus vellinum en Hulda Clara keppir á Noria Golf Club. Guðrún býr yfir mikilli reynslu á mótaröðinni, en hún hefur leikið í 63 LET mótum frá árinu 2018. Þetta er í fyrsta skiptið sem Hulda Clara leikur í móti á vegum LET, en hún gerðist atvinnukylfingur í haust.

Í heildina keppa 255 kylfingar í þessari fyrri umferð úrtökumótsins.

Smelltu hér fyrir stöðuna hjá Guðrúnu

Smelltu hér fyrir stöðuna hjá Huldu

Guðrún og Hulda léku bráðabana um Íslandsmeistaratitilinn í ár

Ragnhildur Kristinsdóttir og Andrea Bergsdóttir eru þegar með þátttökurétt í lokaúrtökumótinu, en þær öðluðust hann eftir gott tímabil á LET Access mótaröðinni. Þar endaði Ragnhildur í 8. sæti stigalistans og Andrea í 12. sæti.

Við munum fylgjast vel með gengi okkar kylfinga á næstu dögum, bæði hér á golf.is og á öðrum miðlum GSÍ.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ