GSÍ fjölskyldan
Efri röð frá vinstri: Hjalti Kristján Hjaltason, Guðlaugur Þór Þórðarson, Kristján Karl Guðjónsson, Arnar Daði Svavarsson, Gunnar Þór Heimisson, Ágúst Már Þorvaldsson, Arnar Freyr Viðarsson. Miðröð frá vinstri: Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir, Erna Steina Eysteinsdóttir, Elva María Jónsdóttir, Eva Fanney Matthíasdóttir, Sara María Guðmundsdóttir, Lilja Maren Jónsdóttir, Embla Hrönn Hallsdóttir, Eva Kristinsdóttir. Neðsta röð frá vinstri: Ólafur Björn Loftsson, Halldór Jóhannsson, Dagbjartur Sigurbrandsson, Máni Freyr Vigfússon, Óliver Elí Björnsson, Skarphéðinn Egill Þórisson, Björn Breki Halldórsson
Auglýsing

Ólafur Björn Loftsson, afreksstjóri Golfsambands Íslands, valdi á dögunum 27 leikmenn í landsliðshóp GSÍ. Hópurinn kom saman í fyrstu æfingabúðir vetrarins dagana 21.-23. nóvember. 

“Landsliðskylfingar voru vel stemmdir á fyrstu landsliðshelgi vetrarins og það ríkir mikil eftirvænting eftir spennandi og fjölbreyttum verkefnum næstu mánuði. Það er mikill meðbyr í íslensku afreksgolfi um þessar mundir þar sem stuðningur til afrekskylfinga heldur áfram að aukast og okkar fremstu kylfingar eru að ná eftirtektarverðum árangri.”

Fyrsta verkefni hópsins í æfingabúðunum fór fram í Háskólanum í Reykjavík á föstudeginum þar sem Ólafur Björn fór yfir kynningu á starfseminni fyrir kylfinga, foreldra þeirra og þjálfurum. 

Ólafur fer yfir málin

Á laugardeginum æfði hópurinn á golfhermastaðnum Nítjánda við Bíldshöfða þar sem Örninn Golfverslun var áður til húsa. Landsliðskylfingarnir höfðu þar til afnota átta Trackman golfherma með nýjustu tækni og nýttu einnig tækifærið og spreyttu sér í pílu í hádegishlénu. Laugardagskvöldið fór svo fram æfing í knattspyrnuhúsinu Fellinu í Mosfellsbæ. Á sunnudeginum æfði hópurinn í aðstöðu Keilis í Hraunkoti þar sem Steinn Baugur Gunnarsson, Guðmundur Örn Árnason og Baldur Gunnbjörnsson sáu meðal annars um líkamsmælingar landsliðskylfinga. 

Í byrjun janúar á næsta ári fer landsliðshópurinn í æfingaferð til Spánar á La Finca golfsvæðið í Alicante annað árið í röð og hópurinn fer síðan í tvær keppnisferðir til Portúgal í febrúar og mars. 

“Æfingaferðin heppnaðist mjög vel á þessu ári og við vorum mjög ánægð með allt svæðið. Þessi ferð er ein sú mikilvægasta á árinu fyrir okkar afrekskylfinga og þjálfara. Það eru forréttindi að geta æft á svona flottum golfvelli og styrkt tengslin á milli okkar allra. Einnig er mjög ánægjulegt að allur hópurinn sé að fara að keppa í fjórum alþjóðlegum mótum í vetur í Portúgal. Við erum afar þakklát að geta boðið okkar afrekskylfingum upp á þetta tækifæri og hlökkum mikið til.”

Landsliðshópurinn er þannig skipaður:

Arnar Daði SvavarssonGKG
Arnar Freyr ViðarssonGA
Ágúst Már ÞorvaldssonGA
Ásdís Rafnar SteingrímsdóttirGR
Björn Breki HalldórssonGKG
Bryndís Eva ÁgústsdóttirGA
Elva María JónsdóttirGK
Embla Hrönn HallsdóttirGKG
Erna Steina EysteinsdóttirGR
Eva Fanney MatthíasdóttirGKG
Eva KristinsdóttirGM
Guðlaugur Þór ÞórðarsonGL
Gunnar Þór HeimissonGKG
Gunnlaugur Árni SveinssonGKG
Halldór JóhannssonGK
Hjalti Kristján HjaltasonGKG
Kristján Karl GuðjónssonGM
Lilja Maren JónsdóttirGA
Markús MarelssonGK
Máni Freyr VigfússonGK
Óliver Elí BjörnssonGK
Pamela Ósk HjaltadóttirGKG
Perla Sól SigurbrandsdóttirGKG
Sara María GuðmundsdóttirGM
Skarphéðinn Egill ÞórissonNK
Tómas Eiríksson HjaltestedGR
Veigar HeiðarssonGA

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ