GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Golfhreyfingin er í miklum vexti
Auglýsing

Kylfingar á Íslandi hafa aldrei verið fleiri. Samkvæmt nýjustu tölum GSÍ er heildarfjöldi skráðra kylfinga 29.370, sem er 11.5% aukning á milli ára.

Þetta er fjölgun um rúmlega 3.000 kylfinga frá því á síðasta ári eða sem nemur 11.5% vexti. Þetta er mesta árlega aukning kylfinga frá upphafi.

Aukning var í öllum aldursflokkum hjá bæði körlum og konum á milli ára, en mesta fjölgunin varð í hópi kylfinga undir þrítugu. Kylfingum á aldursbilinu 20-29 ára fjölgaði um 23.4%, 16-19 ára um 28.2% og 15 ára og yngri um 22.9%. Þessa aukningu má að hluta til skýra með auknu aðgengi og bættri tækni golfherma, félagslega hluta golfsins og sýnileika íþróttarinnar á samfélagsmiðlum.

Áhugi ungs fólks á golfíþróttinni vex með hverju árinu og má með sanni segja að ný kynslóð kylfinga sé komin á velli landsins.

Eftirspurnin í golf á síðustu árum hefur verið gríðarleg. Árið 2019 voru 17.850 kylfingar skráðir í golfklúbba landsins og hefur kylfingum því fjölgað um 65% á síðustu 6 árunum.

Golfsambandið er í dag næstfjölmennasta íþróttasambandið innan ÍSÍ, en gæti orðið það fjölmennasta á næstu árum.

Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og fór yfir þróun golfíþróttarinnar og vöxt síðustu ára.

Í covid þá var alveg ljóst að fólk var að finna sig á vellinum. Unga fólkið kom saman, þetta varð svona félagsmiðstöð við golfhermana sem eru auðvitað nýjungin. Hermarnir hafa auðvitað haft áhrif á þetta. Það var mikil aukning á síðustu árum og við héldum að þetta væri einstakt, en þið sjáið að núna er 11% aukning á milli ára þannig vöxturinn heldur áfram. Fólk er bara að finna sig í golfinu.

Hulda ávarpaði einnig aðstöðuleysi kylfinga á höfuðborgarsvæðinu, en þar geta flestir golfklúbbar ekki tekið við fólki sökum eftirspurnar. Mikilvægt væri þó að árétta að enn væri pláss fyrir kylfinga úti á landi.

Um leið og þú ert kominn fyrir utan höfuðborgina, austur fyrir fjall eða út á Reykjanes, Borgarnes eða lengra, þá er nægt rými og þar höldum við áfram að stóla á vöxtinn.

Einnig var rætt um afreksstarf, túrisma og golfþing GSÍ.

Hér má nálgast viðtalið í heild sinni:

Hér fyrir neðan eru ýmsar tölulegar upplýsingar.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ