Allir kylfingar með virka félagsaðild ættu að fá tilkynningu um að ný uppfærsla á appi GSÍ og GolfBox sé nú aðgengileg í App Store eða Play Store. “Mitt Golf” appið var þróað í samstarfi við GolfBox og Danska Golfsambandið. Með nýja appinu fæst betri notendaupplifun og auknir stafrænir möguleikar fyrir golfhreyfinguna til framtíðar.
Allar þær aðgerðir sem kylfingar eru vanir að nota verða áfram aðgengilegar í Mitt Golf. Virkni núverandi GolfBox-apps er innbyggð í nýja appið og hægt er að nálgast hana á sama hátt og áður.
Allt þetta og meira til geturðu gert í appinu:
- að bóka rástíma í GolfBox
- að lesa fréttir frá golfklúbbnum þínum
- að lesa nýjustu fréttir af vefsíðunni Golf.is
- skoða forgjöfina þína og helstu útreikninga
- að fletta upp á golfreglunum á íslensku
- fengið tilkynningar frá kerfinu, golfklúbbum eða GSÍ
Náðu þér í nýja appið fyrir Android og Apple!

