GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Þing Golfsambands Íslands fer fram dagana 14.-15. nóvember 2025 á Berjaya Reykjavik Natura Hótelinu.

Þingið sjálft fer fram í dag, laugardaginn 15. nóvember. Dagskráin verður þétt, en reiknað er með að þingið standi frá 09:00 til 16:00. Lögð verður ný stefna til ársins 2030, sem unnin hefur verið á undanförnum mánuðum í samstarfi við golfklúbba landsins.

Fyrir hádegi kynnir Golfklúbbur Akureyrar sína framtíðarsýn, drög að Golfmiðstöð GSÍ verða frumsýnd, ársreikningur lagður fram o.fl.

Eftir hádegi fara kosningar fram ásamt nefndaálitum og öðrum tillögum.

Beint streymi verður frá þinginu á Youtube rás Golfsambandsins.

Streymi fyrir hádegi 09:30-12:15

Streymi eftir hádegi 14:00-16:00

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ