Evrópumót golfklúbba í karlaflokki fór fram á Cabot Bordeaux golfvellinum í Frakklandi dagana 23.-25. október.
Golfklúbbur Reykjavíkur varð Íslandsmeistari golfklúbba 2025 og vann sér með því þátttökurétt í mótið. Alls voru 23 golfklúbbar frá jafn mörgum löndum skráðir til leiks.

Dagbjartur Sigurbrandsson, Jóhannes Guðmundsson og Sigurður Bjarki Blumenstein léku fyrir hönd GR. Fyrirkomulag mótsins var 54 holu höggleikur þar sem tvö bestu skor liðsins töldu á hverjum hring.
Smelltu hér fyrir úrslit mótsins
Eftir fyrsta hring var lið GR í 6. sæti mótsins. Jóhannes lék þar á 75 höggum en bæði Dagbjartur og Sigurður komu í hús á 73 höggum, tveimur yfir pari vallarins.
Á öðrum hring lék Jóhannes á 80 höggum og Sigurður á 75 höggum. Dagbjartur lék á 69 höggum, sem reyndist besti hringur íslenska liðsins og einn besti hringur mótsins.
Íslenska liðið sat í 8. sæti fyrir lokadaginn.
Þegar allt var undir lék lið GR mjög gott golf. Jóhannes lauk leik á 73 höggum, Sigurður á 74 höggum og Dagbjartur á 71 höggi.
Ekki léku allir síðasta hringinn jafn vel og GR-ingarnir. Með spilamennsku sinni komust þeir aftur upp í 6. sæti mótsins, flottur árangur.
Einstaklingskeppnin
Dagbjartur varð jafn í 5. sæti einstaklingskeppninnar, en hann lék mótið á pari. Hann lék stöðugt golf í mótinu og fékk enginn kylfingur fleiri fugla á par 3 holum vallarins en Íslandsmeistarinn.

Sigurður var jafn í 27. sæti á níu höggum yfir pari.

Jóhannes endaði í 44. sæti mótsins á fimmtán höggum yfir pari.



