GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Sex íslenskir keppendur tóku þátt á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Nordic Golf League atvinnumótaröðina dagana 1.-2. október 2025. Mótið fór fram á Greve golfvellinum í Danmörku og komust 15 efstu kylfingarnir áfram á lokastig úrtökumótsins sem fram fer dagana 7.-8. október.

Alls voru 69 keppendur á 1. stigi úrtökumótsins.

Íslensku keppendurnir voru: Elvar Már Kristinsson (GR), Hákon Harðarson (Værløse Golfklub), Jóhann Frank Halldórsson (GR), Dagbjartur Sigurbrandsson (GR), Ólafur Marel Árnason (NK) og Arnór Tjörvi Þórsson (GR).

Jóhann Frank Halldórsson lék best íslensku kylfinganna og lauk leik á fimm höggum undir pari, jafn í sjöunda sæti mótsins. Með árangrinum tryggði Jóhann sér sæti í úrslitamótinu, sem fram fer á Ljunghusens Golfklubb í Svíþjóð.

Hringir Jóhanns

Hinir íslensku kylfingarnir voru ekki á meðal 15 efstu, en Dagbjartur var einungis höggi frá því að koma sér í úrslitamótið. Hér að neðan má sjá úrslit íslensku keppendanna.

KylfingurGolfklúbburSætiSkor
Jóhann FrankGRT7-5
DagbjarturGRT19-3
Elvar Kristins.GRT24-1
Arnór TjörviGRT34+2
Ólafur MarelNKT43+5
Hákon Harðars.Værløse Golfklub65+20

Hér má sjá úrslit mótsins

Keppendur í úrslitamótinu verða 78, og fá þeir allir þátttökurétt í Nordic Golf League á næsta tímabili, en þó mismikinn. Hart verður barist um efstu 25 sætin, en þau gefa kylfingum fullan þátttökurétt á mótaröðinni.

Nordic Golf League atvinnumótaröðin er sú þriðja sterkasta í Evrópu í karlaflokki.

Mótaröðin hefur reynst íslenskum kylfingum vel á undanförnum árum og opnað dyr inn á Áskorendamótaröðina (HotelPlanner Tour). Hlynur Bergsson, sem lék í úrtökumóti Nordic Golf League í fyrra, vann sitt fyrsta mót á mótaröðinni í sumar.

Fimm efstu á stigalistanum í lok keppnistímabilsins fá keppnisrétt á HotelPlanner Tour og þrír sigrar tryggja kylfingum einnig keppnisrétt.

Jóhann Frank Halldórsson

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ