GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, er í góðum málum eftir tvo hringi í fyrsta úrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina. Alls leika 111 keppendur um 30 laus sæti í næsta stigi úrtökumóta, en stigin eru alls þrjú. Leikið er á Jones Course vellinum í Flórída.

Nánari upplýsingar um úrtökumót LPGA

Smelltu hér fyrir stöðu mótsins

Hulda lék fyrsta hring mótsins á 74 höggum, tveimur yfir pari vallarins. Hún fékk fjóra skolla og tvo fugla á hringnum og var fyrir utan niðurskurðarlínuna.

Á öðrum degi lék Hulda frábært golf. Hún kom í hús á 67 höggum, fimm undir pari og tapaði ekki höggi. Hún fékk þrjá fugla á fyrri níu holunum og tvo á þeim seinni. Einungis fimm kylfingar léku annan hringinn betur en Hulda, sem flaug upp stöðutöfluna eftir hringinn.

Fyrir lokahringinn situr Hulda jöfn í 33. sæti á þremur undir pari. Hún er höggi frá niðurskurðarlínunni og er í góðum séns á að komast áfram í næsta mót.

Hringir Huldu

Hulda er að taka þátt í úrtökumótinu fyrir LPGA mótaröðina í fyrsta skiptið, en hún lauk námi sínu við Denver háskólann fyrr í sumar. Hulda tilkynnti það í viðtali fyrir Íslandsmótsblaðið í sumar að hún væri á leið út í atvinnumennsku, og er þetta eitt af hennar fyrstu skrefum sem atvinnukylfingur.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ