GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Unglingaeinvígið fór fram á Hlíðavelli þann 19. september síðastliðinn. Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur staðið fyrir mótinu frá árinu 2005 og var mótið í ár það tuttugasta og fyrsta í röðinni. Þrjátíu af fremstu afrekskylfingum landsins á aldrinum 13-18 ára fá boð um þátttöku.

Leikin var 10 manna forkeppni í hverjum aldursflokki með „shootout“ fyrirkomulagi þar sem sá kylfingur með hæsta skorið á hverri holu fellur úr keppni. Þrír kylfingar úr hverjum aldursflokki komast í lokaeinvígið, ásamt sigurvegara síðasta árs, Birni Breka Halldórssyni.

10 kylfingar léku til úrslita

Í úrslitum voru 6 kylfingar úr GKG, 3 kylfingar úr GM og 1 úr GS.

Heimamaðurinn Hjalti Kristján Hjaltason stóð uppi sem sigurvegari eftir spennandi keppni en hann setti í frábæran fugl á lokaholunni fyrir utan flötina. Þetta er í annað sinn sem Hjalti vinnur mótið en hann sigraði einnig árið 2021. Óskum Hjalta til hamingju með árangurinn!

Hér má sjá úrslit mótsins:

1. sætiHjalti Kristján HjaltasonGM
2. sætiBjörn Breki HalldórssonGKG
3. sætiFjóla Margrét ViðarsdóttirGS
4. sætiEva Fanney MatthíasdóttirGKG
5. sætiElísabet ÓlafsdóttirGKG
6. sætiEmbla Hrönn HallsdóttirGKG
7. sætiGunnar Þór HeimissonGKG
8. sætiEmil Darri BirgissonGM
9. sætiEiríka Malaika StefánsdóttirGM
10. sætiEmil Máni LúðvíkssonGKG


Sigurvegarar Unglingaeinvígisins frá upphafi:

2005 – Sveinn Ísleifsson, GKj
2006 – Guðni Fannar Carrico, GR
2007 – Andri Þór Björnsson, GR
2008 – Guðjón Ingi Kristjánsson, GKG
2009 – Andri Már Óskarsson, GHR
2010 – Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK
2011 – Ragnar Már Garðarson, GKG
2012 – Aron Snær Júlíusson, GKG
2013 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2014 – Ingvar Andri Magnússon, GR
2015 – Björn Óskar Guðjónsson, GM
2016 – Henning Darri Þórðarson, GK
2017 – Ragnar Már Ríkarðsson, GM
2018 – Dagbjartur Sigurbrandsson, GR
2019 – Tómas Eiríksson Hjaltested, GR
2020 – Björn Viktor Viktorsson, GL
2021 – Hjalti Kristján Hjaltason, GM
2022 – Veigar Heiðarsson, GA
2023 – Jóhann Frank Halldórsson, GR
2024 – Björn Breki Halldórsson, GKG
2025 – Hjalti Kristján Hjaltason, GM

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ