GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

F.v. Andri Ágústsson(þjálfari og liðsstjóri), Eva, Bryndís og Pamela
Auglýsing

Íslenska stúlknalandsliðið í golfi keppti á heimsmeistaramóti stúlknalandsliða 2025, World Junior Girls Championship, á St. Cathatrines G&CC vellinum í Kanada dagana 17.-20. september.

Keppt var bæði í einstaklings- og liðakeppni. Leiknar voru 72 holur í höggleik þar sem tvö bestu skorin töldu á hverjum hring í liðakeppninni.

Smelltu hér fyrir úrslit í einstaklingskeppninni:

Smelltu hér fyrir úrslit í liðakeppninni:

Fyrir hönd Íslands léku Bryndís Eva Ágústsdóttir, GA, Eva Kristinsdóttir, GM, og Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM.

Úrslit mótsins

Þegar mótið var hálfnað sat Ísland í 19. sæti, á fjórtán höggum yfir pari. Seinni tveir hringirnir reyndust bestu hringir liðsins í mótinu og fóru þær upp í 16. sætið með árangrinum. Lokaskorið 25 högg yfir pari.

Lið Suður-Kóreu vann mótið með yfirburðum, en þær Yun Seo Yang, Seojin Park og Yeonseo Kim léku mótið á 20 höggum undir pari.

Eva Kristinsdóttir lék best íslensku stúlknanna. Hún lék hringi sína á 74-73-75-72 höggum, sex yfir pari, og endaði jöfn í 28. sæti mótsins.

Hringir Evu

Pamela Ósk endaði í 53. sæti á 21 höggi yfir pari. Hún lék sína hringi á 77-80-75-77 höggum.

Hringir Pamelu

Bryndís Eva endaði jöfn í 57. sæti á 26 höggum yfir pari. Hún lék sína hringi á 82-78-76-78 höggum.

Hringir Bryndísar

Íslenska liðið

Bryndís Eva varð stigameistari 15-16 ára stúlkna í sumar, annað árið í röð. Hún sigraði fimm mót og varð tvisvar í öðru sæti. Bryndís varð Íslandsmeistari flokksins í bæði höggleik og holukeppni.

Eva lék einungis í þremur mótum unglingamótaraðarinnar í sumar en vann tvö þeirra. Hún lék í flokki 17-18 ára og varð Íslandsmeistari í holukeppni í lok ágúst.

Pamela Ósk Hjaltadóttir varð önnur á stigalista 17-18 ára. Hún tók þátt í 6 mótum á tímabilinu og var í verðlaunasæti í þeim öllum. Hún sigraði á einu móti, varð þrívegis í öðru sæti og tvisvar í þriðja sæti.

Alls tóku 23 sveitir þátt í mótinu. Tvö lið mættu frá Kanada og þátttökuþjóðir því 22. Hvert lið var skipað þremur kylfingum og keppendur voru því 69 í heildina.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ