GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Íslandsmót unglinga 2025 í holukeppni fór fram á á Hlíðavelli í Mosfellsbæ dagana 23.-25. ágúst.

Til úrslita í stúlknaflokki 17-18 ára léku Eva Kristinsdóttir, GM, og Þóra Sigríður Sveinsdóttir, GR. Leikurinn var í járnum fram að síðustu holu, en Eva vann leikinn 1/0.

Mikil spenna var einnig í undanúrslitaleik Evu gegn Fjólu Margréti, þar sem Eva hafði betur á 19. holunni.

Með sigrinum varði Eva titil sinn frá því á síðasta ári, þegar hún sigraði Auði Bergrúnu í úrslitaleiknum í Sandgerði.

Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM, sótti bronsið með 2/1 sigri á Fjólu Margréti Viðarsdóttur, GS.

Hér má sjá rástíma og úrslit allra leikja

Úrslit leikja

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ