Íslandsmót golfklúbba 2025 í 1. deild karla 50 ára og eldri fór fram á Hólmsvelli Golfklúbbs Suðurnesja dagana 21.-23. ágúst.
Golfklúbbur Reykjavíkur er Íslandsmeistari í 1. deild karla +50 eftir ótrúlegan úrslitaleik þar sem tveir leikir fóru í bráðabana. Sveit GR vann þá báða og tryggði sér titilinn með 3-2 sigri á sveit Setbergs í úrslitaleiknum.
Lokastaðan í 1. deild karla +50.
- Golfklúbbur Reykjavíkur
- Golfklúbbur Setbergs
- Golfklúbburinn Esja
- Golfklúbbur Akureyrar
- Golfklúbbur Suðurnesja
- Golfklúbburinn Leynir
- Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar
- Golfklúbburinn Keilir*
*GK fellur í 2. deild
Smelltu hér fyrir úrslit í 1. deild karla +50
