GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Atvinnukylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir, Ragnhildur Kristinsdóttir og Andrea Bergsdóttir eru á meðal keppenda á Hills Open golfmótinu á LET mótaröðinni sem fer fram dagana 22.-24. ágúst.

Leikið er á Hills Golf & Sports Club vellinum í Svíþjóð.

Vallarsvæðið

Mótið er hluti af LET atvinnumótaröðinni, sem er sú sterkasta í Evrópu. Þetta er áttunda mót Guðrúnar á tímabilinu, en það fyrsta hjá bæði Ragnhildi og Andreu, sem hafa leikið frábærlega á LET Access.

Leiknir verða þrír 18 holu hringir á þremur keppnisdögum. Niðurskurður er eftir 2. keppnisdag.

Eftir fyrsta hring mótsins er Guðrún Brá jöfn í 21. sæti, en hún lék á 72 höggum eða einum yfir pari. Guðrún fékk þrjá skolla á fyrstu þrettán holunum, en öflugur endasprettur kom henni í góða stöðu fyrir næstu daga.

Hringur Guðrúnar

Ragga Kristinsdóttir lék fyrsta hringinn á 82 höggum, 11 yfir pari vallarins og er jöfn í 123. sæti. Andrea Bergsdóttir lék á 87 höggum og situr í 131. sætinu.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ