GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba 2025 í 5. deild karla fór fram á Dalbúa hjá Golfklúbbnum Dalbúa dagana 15.-17. ágúst.

Alls voru 7 klúbbar sem tóku þátt.

Golfklúbbur Siglufjarðar, GKS
Golfklúbbur Hornafjarðar, GHH
Golfklúbbur Álftaness, GÁ
Golfklúbburinn Hamar Dalvík, GHD
Golfklúbbur Sandgerðis, GSG  
Golfklúbbur Fjarðabyggðar, GKF 
Golfklúbburinn Dalbúi, GD  

Heimamenn í Dalbúa eru á leið upp í 4. deildina eftir 2-1 sigur í úrslitaleiknum gegn Golfklúbbi Hornafjarðar. Þetta var í 2. skiptið sem liðin mættust í mótinu, en Hornafjörður vann fyrri viðureignina 2-1.

Mikil spenna var í fjórmenningnum í úrslitunum, en leiknum lauk á 18. holu með 1/0 sigri Dalbúa.

Sveit Dalbúa
Sveit Hornafjarðar

Golfklúbbur Álftaness endaði í þriðja sæti eftir 2-1 sigur gegn Golfklúbbi Sandgerðis í leiknum um bronsið.

Sveit Álftaness

Smelltu hér fyrir úrslit í öllum leikjum í 5. deild karla.

Lokastaðan í 5. deild karla 2025.

1. Golfklúbburinn Dalbúi
2. Golfklúbbur Hornafjarðar
3. Golfklúbbur Álftaness
4. Golflklúbbur Sandgerðis
5. Golfklúbburinn Hamar Dalvík
6. Golfklúbbur Siglufjarðar
7. Golfklúbbur Fjarðabyggðar


Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ