
Íslandsmót unglinga 2025 í höggleik fór fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn dagana 15.-17. ágúst.
Guðlaugur Þór Þórðarson úr Golfklúbbnum Leyni vann mótið eftir frábæran lokahring.
Guðlaugur lék hringi sína á 76, 70 og 66 höggum, fjórum höggum undir pari í heildina. Hann var þremur höggum á eftir efsta manni fyrir lokahringinn, en lék þar besta hring mótsins og landaði sigrinum. Hann fékk sjö fugla á lokahringnum og skolla á átjándu holunni.

Gunnar Þór Heimisson, GKG, varð annar á einu höggi yfir pari. Guðjón Frans Halldórsson, GKG, hafnaði í þriðja sæti mótsins á tveimur yfir pari.

Þetta er fyrsti sigur Guðlaugs á mótaröðinni í sumar, en hann situr í þriðja sæti stigalistans eftir mótið. Gunnar Þór leiðir listann með tæpum 1.000 stigum og er kominn langleiðina með að landa stigameistaratitlinum.