GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Íslandsmót unglinga 2025 í höggleik fór fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn dagana 15.-17. ágúst.

Arnar Daði Svavarsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar vann mótið, en hann var á meðal efstu kylfinga frá fyrstu holu.

Arnar lék hringi sína á 72, 68 og 69 höggum og var sjö undir pari í heildina, fimm höggum á undan öðru sætinu.

Enginn fékk fleiri fugla en Arnar, sem var einnig með besta meðalskor allra keppenda á bæði par 4 og par 5 holum vallarins.

Hringir Arnars

Óliver Elí Björnsson, Golfklúbbnum Keili, varð annar á tveimur höggum undir pari. Óliver lék annan og þriðja hring mótsins á sama skori og Arnar, en fyrsti hringurinn var það sem skildi þá að.

Hringir Ólivers

Halldór Jóhannsson endaði í þriðja sætinu á einu höggi yfir pari.

Með sigrinum skilur Arnar Daði sig frá hópnum í stigalista mótaraðarinnar, en hann leiðir hana nú með rúmum 500 stigum.

Smelltu hér fyrir úrslit mótsins

Smelltu hér fyrir stigalistann

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ