GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Íslandsmót unglinga í höggleik 2025 fyrir keppendur 14 ára og yngri fór fram á Svarfhólsvelli á Selfossi dagana 15.-17. ágúst.

Í stúlknaflokki 12 ára og yngri var það Eiríka Malaika Stefánsdóttir, GM, sem stóð uppi sem sigurvegari. Hún lék mótið á 35 höggum yfir pari og vann með sextán höggum.

Sólveig Arnardóttir, GK, varð önnur og Emilía Sif Ingvarsdóttir, GO, varð þriðja.

Sólveig Eiríka og Emilía

Piltaflokk 12 ára og yngri vann Jón Reykdal Snorrason, GKG. Hann lék mótið á fjórum höggum yfir pari og vann með tuttugu höggum. Pétur Franklín Atlason, GR, varð annar og Þorleifur Ingi Birgisson, GKG, varð þriðji.

Pétur Jón og Þorleifur

Leiknir voru þrír 14 holu hringir í mótinu.

1. Eiríka Malaika Stefánsdóttir, GM 197 högg (+35) (70-63-64)
2. Sólveig Arnardóttir, GK 213 högg (+51) (76-68-69)
3. Emilía Sif Ingvarsdóttir, GO 214 högg (+52) (76-72-66)

1. Jón Reykdal Snorrason, GKG 166 högg (+4) (58-55-53)
2. Pétur Franklín Atlason, GR 186 högg (+24) (61-62-63)
3. Þorleifur Ingi Birgisson, GKG 189 högg (+27) (67-61-61)

Smelltu hér fyrir úrslit mótsins:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ