GSÍ fjölskyldan
Fjóla Margrét, Íslandsmeistari
Auglýsing

Íslandsmót unglinga 2025 í höggleik fór fram á Þorláksvelli í Þorlákshöfn dagana 15.-17. ágúst.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir, Golfklúbbi Suðurnesja, stóð uppi sem sigurvegari flokksins. Hún lék mótið á tveimur höggum undir pari og tryggði sigurinn með frábærum fuglum á 16. og 17. holu síðasta keppnisdagsins. Fjóla var með besta meðalskor flokksins á bæði par 4 og par 5 holum, ásamt því að tapa fæstum höggum allra kylfinga mótsins.

Hringir Fjólu

Önnur varð Pamela Ósk Hjaltadóttir, GM. Pamela lék mótið á tveimur höggum yfir pari í heildina og var allan tímann skammt á eftir Fjólu. Eftir frábæran örn Pamelu á 13. holu lokahringsins færðist fjör í leikinn, en öflugur endasprettur Fjólu skilaði henni sigrinum.

Hringir Pamelu

Auður Bergrún Snorradóttir endaði í þriðja sæti mótsins á níu höggum yfir pari í heildina. Auður lék hringi sína á 76, 74 og 75 höggum.

Hringir Auðar
Pamela Fjóla og Auður

Með sigrinum kemur Fjóla sér nær stigameistaratitlinum, en hún og Pamela voru svo gott sem jafnar fyrir Íslandsmótið. Það verður spennandi að fylgjast með endasprettinum.

Smelltu hér fyrir úrslit mótsins

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ