GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Þrír íslenskir kylfingar voru á meðal þátttakenda í Vierumäki Finnish Challenge mótinu
sem fram fór á Cooke Course vellinum í Finnlandi dagana 14.-17. ágúst.

Hér má skoða úrslit mótsins

Mótið er hluti af HotelPlanner Tour atvinnumótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Haraldur Franklín Magnús, GR og Nick Carlson, GM, voru allir á meðal keppenda.

Nick Carlson, GM, lék frábærlega í mótinu og endaði jafn í fimmta sæti. Þegar mótið var hálfnað var Nick jafn í 36. sæti á fjórum undir pari. Þriðja hringinn lék hann best allra kylfinga, á 63 höggum eða níu undir pari vallarins. Með þessum frábæra hring var Nick kominn í baráttu um sigur í mótinu, og lék í lokahollinu á síðasta keppnisdegi. Hann lék lokahringinn á pari og endaði fjórum höggum frá efsta manni.

Hringir Nick

Nick er með fullan þátttökurétt á mótaröðinni og sat í 33. sæti stigalistans fyrir mótið í Finnlandi. Með árangri helgarinnar hlýtur Nick 11.250 evrur í verðlaunafé, ásamt stökki upp í 18. sæti stigalistans.

Haraldur Franklín fór vel af stað í mótinu og var jafn í 25. sæti eftir fyrstu tvo hringina. Hann lék þriðja hringinn á 69 höggum en þann fjórða á 74 höggum og lauk leik í 39. sæti mótsins. Fyrir árangurinn hlýtur Haraldur 1.740 evrur í verðlaunafé.

Hringir Haralds
Haraldur í móti í síðustu viku

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, var einnig á meðal keppenda en komst ekki í gegnum niðurskurð. Hann lék hringi sína á 71 og 74 höggum og var einn yfir pari í heildina, þremur höggum frá niðurskurðarlínunni.

Hringirnir tveir

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ