Síðasta mót sumarsins fyrir bestu kylfinga landsins fer fram hjá Nesklúbbnum í seinni hluta ágúst. Skráning í mótið er hafin, en henni lýkur fimmtudaginn 21. ágúst kl. 23:59.
Haustmót NK verður haldið dagana 23.-24. ágúst á Nesvelli á Seltjarnarnesi.
Mótið telur ekki á stigalista GSÍ mótaraðarinnar og ekki á heimslista áhugakylfinga.
Leikinn er 36 holu höggleikur án forgjafar. Leiknar eru 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi.
Hámarksfjöldi keppenda er 48.
Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 – 32 keppendur
Í kvennaflokki er hámarksforgjöf 8,5 – 16 keppendur
Þeir kylfingar sem enda á meðal 25% efstu kylfinganna hljóta verðlaunafé. Mótsgjald er 15.000kr sem rennur óskipt í verðlaunafé. Sigurvegari mótsins fær 140.000kr í verðlaun.
Nánari upplýsingar um mótin má finna í keppnisskilmálum í hlekk hér að neðan.