GSÍ fjölskyldan
Auglýsing

Markús Marelsson, GK, hefur leikið sig inn í 32 manna úrslit á The Boys Amateur Championship sem fram fer dagana 11.-16. ágúst 2025. Mótið, sem haldið er á County Louth Golf Club á Írlandi, er eitt það sterkasta á ári hverju fyrir kylfinga 18 ára og yngri.

Alls hófu 144 keppendur leik í höggleikshluta mótsins. Þar voru leiknir tveir 18 holu hringir, þar sem efstu 64 kylfingarnir halda áfram í útsláttarhluta mótsins. Eftir höggleikinn er leikin holukeppni, en hún hófst í gær.

Eftir góðan fyrsta hring upp á 69 högg í höggleiknum fylgdi Markús því eftir með öruggum hring upp á 73 högg og tryggði sig inn í fyrstu umferð holukeppninnar.

Markús mætti þar Frakkanum Tom De Herrypon, sem lék höggleikinn á sjö höggum undir pari, og einna best allra kylfinga. Leikurinn var í járnum frá upphafi og mátti lítið skilja þá félaga að. Leikurinn endaði með sigri Markúsar á 18. holunni, og hann því á leið áfram í 32 manna úrslitin.

Úrslit

Í 32 manna úrslitunum mætir Markús Hollendingnum Youp Orsel. Youp lék höggleikinn á fjórum höggum undir pari, og má búast við öðrum hörkuleik hjá Markúsi. Þeir hefja leik kl. 09:09 í dag.

na: Howard Clark (1971), Ronan Rafferty (1979), José María Olazábal (1983), David Howell (1993), Sergio Garcia (1997), Tom Lewis (2009) og Adrián Otaegui (2010).

Smelltu hér fyrir stöðu mótsins

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ