GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Þrír íslenskir kylfingar voru á meðal þátttakenda í Irish Challenge mótinu
sem fram fór á Killeen Castle vellinum á Írlandi.

Mótið er hluti af Challenge Tour atvinnumótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, Haraldur Franklín Magnús, GR og Nick Carlson, GM, voru allir á meðal keppenda í mótinu.

Völlurinn er af mörgum talinn einn sá erfiðasti í heimi. Vindur gerði kylfingum erfitt fyrir, völlurinn er langur, flatirnar eru krefjandi og allt er morandi í djúpum glompum á vellinum.

Nick Carlson endaði jafn í 12. sæti mótsins, á þremur höggum undir pari í heildina. Hann lék hringi sína á 72-73-69-71 og hlýtur 5.550 evrur í verðlaunafé.

Hringir Nick

Höggi á eftir Nick, jafn í 14. sæti mótsins, var Haraldur Franklín Magnús. Þetta er besti árangur hans á tímabilinu, en hann fær 4.500 evrur í verðlaunafé fyrir árangurinn. Haraldur lék mjög stöðugt golf í mótinu ef marka má skorið, en hringir hans hljómuðu upp á 71-73-71-71 högg. Með árangrinum tekur Haraldur stórt stökk á stigalista mótaraðarinnar, og fer upp um 42 sæti. Hann situr nú í 159. sæti stigalistans, en hann hefur einungis lokið leik á fjórum mótum mótaraðarinnar í sumar.

Haraldur lék vel í mótinu

Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR, var einnig á meðal keppenda en komst ekki í gegnum niðurskurð.

Tvöfaldur skolli á síðustu holunni varð Guðmundi að falli

Hér má sjá úrslit mótsins

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ