GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Gunnlaugur á Hvaleyrarvelli í júlí mynd/Fannar
Auglýsing

Gunnlaugur Árni Sveinsson er jafn í fimmta sæti eftir fyrsta hringinn í U.S. Amateur mótinu, sem fer fram í Kaliforníu þessa dagana. Gunnlaugur lék fyrri hring höggleiksins á tveimur höggum undir pari, fékk þrjá fugla og einn skolla. Englendingurinn Charlie Forster er efstur á fjórum höggum undir pari, en efstu 64 kylfingar höggleiksins komast áfram í útsláttarhluta mótsins.

Seinni hringur Gunnlaugs í höggleiknum verður á Lake Course vellinum, sem er um 400 metrum lengri en sá sem hann spilaði á í gær. Gunnlaugur hefur leik kl. 08:12 að staðartíma – fylgist með

Hægt er að fylgjast með skori hér

Upprunaleg frétt

Gunnlaugur Árni Sveinsson hefur í dag leik í U.S. Amateur Championship mótinu, sem haldið er á The Olympic Club í San Fransisco, Kaliforníu. Þar mætast 312 af fremstu áhugakylfingum heims í einu stærsta móti ársins.

Hægt er að fylgjast með skori hér

U.S. Amateur mótið er árlegt mót á vegum bandaríska golfsambandsins. Mótið í ár fer fram á hinum sögufræga The Olympic Club dagana 11.-17. ágúst. Á fyrstu tveimur hringjum mótsins er leikinn höggleikur. Allir kylfingar leika einn hring á Lake Course vellinum og einn hring á Ocean Course vellinum. Efstu 64 kylfingar höggleiksins halda áfram í holukeppni mótsins, sem alfarið er leikin á Lake Course vellinum. Útsláttarkeppnin fer fram yfir fimm daga, og lýkur með 36 holu einvígi síðustu tveggja kylfinganna, sunnudaginn 17. ágúst.

Verðlaun mótsins eru ekki af verri endanum.

Sigurvegari mótsins fær:

  • Boð í Masters mótið
  • Sæti í U.S. Open á næsta ári
  • Sæti í Opna breska á næsta ári

Ásamt því að opna á ótal margar dyr í golfheiminum.

Fyrri hringur Gunnlaugs í höggleiknum verður á Ocean Course vellinum, og hefur hann leik kl. 20:07 að íslenskum tíma.

Gunnlaugur situr í 13. sætinu á heimslista áhugakylfinga, og stefnir á það fyrsta. Hann lék gífurlega vel á sínu fyrsta ári í bandaríska háskólagolfinu og verður spennandi að fylgjast með honum hefja sitt annað tímabil sem einn öflugasti kylfingur heims.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ