GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Á Íslandsmótinu í golfi 2025 var keppt í annað skiptið um Guðfinnubikarinn, sem er veittur þeim áhugakylfingi sem leikur á lægsta skori kvennaflokksins á Íslandsmótinu í golfi. 

Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GKG, lék á besta skori áhugakylfings í kvennaflokki og er önnur til að hljóta verðlaunin. Perla endaði í þriðja sæti mótsins á níu höggum yfir pari í heildina. Þrátt fyrir að vera ekki orðin nítján ára fyrr en í september á þessu ári var þetta áttunda Íslandsmót Perlu. Hún varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið árið 2022, þá einungis fimmtán ára.

Klúbbfélagi Perlu, Hulda Clara Gestsdóttir, vann bæði Guðfinnubikarinn og Íslandsmótið árið 2024.

Þetta er í fyrsta skiptið sem systkini vinna bæði Björgvinsskálina og Guðfinnubikarinn, en Dagbjartur Sigurbrandsson vann Björgvinsskálina fyrir lægsta skor áhugakylfings í karlaflokki.

Perla og Dagbjartur með verðlaunagripina

Bikarinn er veittur til heiðurs Guðfinnu Sigurþórsdóttur en hún er fyrsta konan sem fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í golfi í kvennaflokki árið 1967.  Karen Sævarsdóttir, dóttir Guðfinnu, afhenti bikarinn á verðlaunaafhendingu Íslandsmótsins 2024 á Hólmsvelli í Leiru.

Guðfinna varð þrívegis Íslandsmeistari í golfi, 1967, 1968 og 1971. Hún var í hópi þeirra sem stóðu að stofnun Golfklúbbs Suðurnesja árið 1964.

Verðlaunagripurinn er úr safni Guðfinnu en dóttir hennar, Karen Sævarsdóttir, er sigursælasti kylfingur allra tíma á Íslandsmótinu í golfi, þar sem hún sigraði átta sinnum í röð á árunum 1989-1996. Mæðgurnar, Guðfinna og Karen, eru því með ellefu titla samtals.   

Mæðgurnar Guðfinna Sigurþórsdóttir og Karen Sævarsdóttir með Íslandsmeistarabikarinn í kvennaflokki en þær eiga 11 Íslandsmeistaratitla samtals Karen með 8 og Guðfinna með 3

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ