Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna fór fram á Akranesi dagana 24.-26. júlí.
Tíu golfklúbbar kepptu um eitt laust sæti í 1. deild að ári.
Golfklúbburinn Setberg er á leið upp í efstu deild eftir sigur á Golfklúbbi Fjallabyggðar í úrslitum. Heimaliðið í Golfklúbbnum Leyni endaði í þriðja sæti.
Leikinn var höggleikur á fyrsta keppnisdegi, og liðum raðað í riðla út frá úrslitum. Golfklúbbur Fjallabyggðar og Golfklúbburinn Setberg léku best í höggleiknum. Liðin sigruðu báða sína leiki í riðlakeppninni og mættust í úrslitum mótsins.
Þar hafði Golfklúbburinn Setberg betur eftir flotta frammistöðu.



Ingibjörg Hjaltadóttir, NK, fór holu í höggi á 8. holu Garðavallar í mótinu!

Lokastaðan í 2. deild kvenna 2025:
1. Golfklúbburinn Setberg
2. Golfklúbbur Fjallabyggðar
3. Golfklúbburinn Leynir
4. Golfklúbbur Borgarness
5. Golfklúbburinn Esja
6. Golfklúbbur Hornafjarðar
7. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
8. Nesklúbburinn
9. Golfklúbbur Álftaness
10. Golfklúbbur Þorlákshafnar