GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild kvenna fór fram á Akranesi dagana 24.-26. júlí.

Tíu golfklúbbar kepptu um eitt laust sæti í 1. deild að ári.

Golfklúbburinn Setberg er á leið upp í efstu deild eftir sigur á Golfklúbbi Fjallabyggðar í úrslitum. Heimaliðið í Golfklúbbnum Leyni endaði í þriðja sæti.

Leikinn var höggleikur á fyrsta keppnisdegi, og liðum raðað í riðla út frá úrslitum. Golfklúbbur Fjallabyggðar og Golfklúbburinn Setberg léku best í höggleiknum. Liðin sigruðu báða sína leiki í riðlakeppninni og mættust í úrslitum mótsins.

Þar hafði Golfklúbburinn Setberg betur eftir flotta frammistöðu.

Sveit GSE verður í 1 deild á næsta ári
2 sæti Golfklúbbur Fjallabyggðar
3 sæti Golfklúbburinn Leynir

Ingibjörg Hjaltadóttir, NK, fór holu í höggi á 8. holu Garðavallar í mótinu!

Lokastaðan í 2. deild kvenna 2025:

1. Golfklúbburinn Setberg
2. Golfklúbbur Fjallabyggðar
3. Golfklúbburinn Leynir
4. Golfklúbbur Borgarness
5. Golfklúbburinn Esja
6. Golfklúbbur Hornafjarðar
7. Golfklúbbur Vatnsleysustrandar
8. Nesklúbburinn
9. Golfklúbbur Álftaness
10. Golfklúbbur Þorlákshafnar

Smelltu hér fyrir úrslit:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ