Golfklúbburinn Keilir heldur Hvaleyrarbikarinn 2025 dagana 30. maí – 1. júní.
Mótið er þriðja mót tímabilsins á stigamótaröð GSÍ.
Skráning opnaði þriðjudaginn 20. maí klukkan 14:00. Þátttakendur skulu skrá sig í mótið á golf.is fyrir klukkan 23:59 mánudaginn, 26. maí
Leikfyrirkomulag mótsins er höggleikur í flokki karla og kvenna, 54 holur leiknar, 18 holur á föstudegi, 18 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi.
Mótið er hluti af stigamótaröð GSÍ. Leikið er samkvæmt reglugerð um stigamót GSÍ, almennum
keppnisskilmálum GSÍ og almennum staðarreglum GSÍ, auk þessara viðbóta við keppnisskilmála og viðbóta við staðarreglur.
Flokkar – Keppt er í karlaflokki (63) og kvennaflokki (53).
Þátttökuréttur – Hámarksfjöldi keppenda er 96. Í karlaflokki er hámarksforgjöf 5,5 og í kvennaflokki 8,5. Ef fjöldi skráðra leikmanna fer yfir hámarksfjölda ræður forgjöf kl. 8:00 morguninn eftir að skráningarfresti lýkur því hverjir komast inn í hvorn flokk, þ.e.a.s. þeir kylfingar sem fjærst eru forgjafarmörkum í sínum flokki. Þó skulu að lágmarki 25% af hámarksfjölda keppenda fá þátttökurétt í hvorum flokki. Standi val á milli keppenda með forgjöf jafnlangt frá forgjafarmörkum skal hlutkesti ráða.
Niðurskurður – Eftir 36 holu leik skal leikmönnum fækkað þannig að þau 70% leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni. Ef leikmenn eru á sama skori og sá sem er með lakastan árangur þeirra sem halda áfram skulu þeir báðir/allir halda áfram. Einnig skulu leikmenn ætíð fá að halda áfram keppni séu þeir 10 höggum eða minna á eftir þeim leikmanni sem er í 1. sæti.
Rástímar og ráshópar – Rástímar verða birtir á golf.is eftir kl. 15:00 á miðvikudeginum fyrir mót. Á fyrsta keppnisdegi ákveður mótsstjórn röðun í ráshópa en síðan verður raðað út eftir skori.
Nánari upplýsingar, skráningu og keppnisskilmála má finna í hlekk hér að neðan.