GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Fyrsta mót Unglingamótaraðarinnar hefst laugardaginn 17. maí á Garðavelli hjá Golfklúbbnum Leyni.

Mótið er fyrsta mót tímabilsins á Unglingamótaröðinni og verður leikinn höggleikur yfir 54 holur um helgina. 36 holur á laugardegi og 18 holur á sunnudegi. Að 36 holum loknum er leikmönnum fækkað um 30% og því 70% þeirra leikmanna sem eru með besta skor í hvorum flokki halda áfram keppni á sunnudegi.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit.

Á laugardeginum er ræst út af 1.- og 10. teig frá kl. 07:30 og 13:00.

Á sunnudeginum eru allir ræstir út af 1. teig frá kl. 08:00.

Keppendur eru alls 84, og koma frá 13 klúbbum víðs vegar af landinu. 47 eru í karlaflokki og 37 í kvennaflokki.

GKG á flesta keppendur í mótinu eða 18 talsins, bæði GR og GK eru með 14 keppendur.

KlúbburKonurKarlarSamtals
GA369
GB011
GK5914
GKG81018
GL224
GM6612
GOS101
GR6814
GS123
GSE202
GSS202
GV101
NK033

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ