Íslensku atvinnukylfingarnir Guðmundur Ágúst Kristjánsson og Haraldur Franklín Magnús eru að leika vel á sínu fyrsta móti á áskorendatímabilinu, Challenge de España, sem fram fer á Fontanals Golf Club í Girona á Spáni. Mótið er hluti af HotelPlanner mótaröðinni (Challenge Tour), og er níunda mótið á tímabilinu.
Guðmundur Ágúst hefur verið á miklu flugi og er í 17. sæti mótsins á 8 höggum undir pari. Hann lék frábærlega á öðrum keppnisdegi og kom í hús á 65 höggum, 6 höggum undir pari, sem var besti hringur dagsins. Eftir 45 holur er Guðmundur með flesta fugla allra keppenda, alls 17, þar af 10 á öðrum hring. Hann er einnig á góðri siglingu í dag, á þriðja hring, þar sem hann er 1 undir pari eftir 9 holur.
Haraldur Franklín hefur spilað af öryggi og sýnt þann stöðugleika sem þarf á þessum krefjandi velli. Hann lék á 69 og 70 höggum fyrstu tvo dagana og er samtals 6 undir pari í mótinu, þar sem hann er 3 undir pari eftir 9 holur í dag. Haraldur situr í 32. sæti mótsins.
Það er ljóst að íslensku kylfingarnir eru að nýta tækifærið vel, en samkeppnin á Challenge Tour er afar hörð og ekki gefið að öðlast þátttökurétt í mótunum. Góð frammistaða í þessu móti gæti reynst þeim báðum dýrmæt í baráttunni um sæti í fleiri mótum síðar á tímabilinu.
Nick Carlson, GM, hefur fullan keppnisrétt á mótaröðinni. Hann er ekki skráður til leiks í þetta mót en situr í 53. sæti stigalistans.