Ragnhildur Kristinsdóttir, kylfingur GR og ríkjandi landsmeistari í golfhermum, heldur áfram að leika vel á Super Bock Ladies Open mótinu á LET Access mótaröðinni, sem fram fer á Vidago Palace vellinum í Portúgal.
Eftir frábæran fyrsta hring þar sem hún lék á 67 höggum, 5 höggum undir pari, bætti Ragnhildur við öðrum sterkum hring í gær. Hún lék annan hringinn á -1 og er því samtals á -6 fyrir lokahring mótsins. Hún situr í 7. sæti fyrir lokadaginn og er í góðri stöðu til að ná frábærum árangri.
Vidago Palace völlurinn, þar sem leikið er, er par 72 og 5.225 metrar að lengd. Ragnhildur fékk 4 fugla og 3 skolla á hringnum.
Það er ljóst að Ragnhildur er í góðu leikformi og kemur með sjálfstraustið inn í síðasta hring mótsins. Hún fór af stað rétt upp úr 8 og hefur fengið par á fyrstu 2 holur vallarins. Það verður gaman að fylgjast með hvernig hún klárar þetta sterka mót í dag.

Andrea Bergsdóttir leikur einnig í mótinu, en náði ekki í gegn um niðurskurð þrátt fyrir frábæran hring í gær upp á 70 högg.