GSÍ fjölskyldan
/

Deildu:

Auglýsing

Golfsumarið 2025 er rétt handan við hornið og fleiri íslenskir golfklúbbar eru að tileinka sér GLFR til að bæta upplifun kylfinga og samskipti innan klúbbanna. Með GPS vallarvísi, pinnastaðsetningum, stafrænum skorkortum og nú nýja „Hópa (e. Communities)“ eiginleikanum er GLFR að verða ómissandi tól fyrir kylfinga og golfklúbba.

Fleiri klúbbar að taka upp GLFR

Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG) og Golfklúbbur Mosfellsbæjar (GM) hafa verið í fararbroddi við að innleiða GLFR sem klúbba appið sitt og viðbrögðin hafa verið afar jákvæð. Báðir klúbbar nota nú GLFR til að bæta samskipti við félagsmenn og sýna pinnastaðsetningar og bjóða upp á hnökralausa stafræna upplifun.

„Hjá GKG notum við GLFR sem okkar allt í einu golfapp, sem veitir bæði félagsmönnum og gestum allt sem þeir þurfa til að njóta betri upplifunar. Appið býður upp á stafrænan vallavísi með nákvæmri GPS fjarlægð, stafrænt skorkort og möguleika á að skila inn skori til forgjafarútreiknings“
— Úlfar Jónsson, þjónustustjóri GKG

Golfklúbbur Mosfellsbæjar hefur notað GPS leiðsögn og rauntímastöðu pinnastaðsetninga frá GLFR síðan 2019 en nú er klúbburinn að taka í notkun fleiri eiginleika appisins. Með því getur hann birt daglega stöðu vallarins, upplýsingar um viðburði og tilkynningar beint til félagsmanna.

„Vallarstjórinn okkar mun birta daglega stöðu vallarins beint í appinu og við notum fréttastraum appsins til að halda félagsfólki upplýstum um starfsemi klúbbsins. Fréttirnar eru að auki samtvinnaðar vefsíðunni okkar þannig að allt sem birtist í appinu birtist sjálfkrafa á vefsíðunni okkar.“
— Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri GM

glfr gkg

Nýr spennandi eiginleiki: Hópar (e. Communities)

Einn mest spennandi eiginleikinn fyrir árið 2025 er „Hópar“ sem gerir klúbbum kleift að búa til samskiptasvæði fyrir mismunandi hópa t.d. kvennadeildir, eldri kylfinga og mótahópa í appi klúbbsins.

„Margir hópar nota Facebook í dag en við viljum bjóða upp á þetta sem ókeypis og sértækt svæði fyrir meðlimi.“
— Ágúst Jensson, framkvæmdastjóri GM

GKG er einnig að innleiða „Hópar“ og sér í því leið til að virkja meðlimi án þess að þurfa að treysta á aðra samfélagsmiðla.

„Með hópum í GLFR geta meðlimir auðveldlega verið í sambandi við sinn hóp, hvort sem það er kvennadeildin, eldri kylfingar eða móta hópar. Allt er á einum stað sem gerir samskipti skilvirkari og félagslíf skemmtilegra.“
— Agnar Már Jónsson, framkvæmdastjóri GKG

Hvað er fram undan hjá GLFR á Íslandi?

Kylfingar geta notað GLFR appið ókeypis á öllum völlum á Íslandi og víðar í Evrópu! En hjá klúbbum sem eru í samstarfi við GLFR er upplifunin tekin á hærra plan með pinnastaðsetningum, nákvæmum vallavísi og betri samskiptatólum.

Þessir golfklúbbar eru með:

✅ Golfklúbbur Mosfellsbæjar
✅ Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar (GKG)
✅ Golfklúbbur Selfoss
✅ Golfklúbbur Suðurnesja
✅ Golfklúbbur Vestmannaeyja
✅ Golfklúbburinn Oddur
✅ Golfklúbbur Grindavíkur
✅ Nesklúbburinn
✅ Golfklúbburinn Keilir
✅ Akureyrar Golfklúbbur
✅ Golfklúbbur Siglufjarðar

📥 Náðu í GLFR og undirbúðu þig fyrir nýtt golftímabil
www.glfr.com/download

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ