Íslandsmót unglinga í höggleik 2024 fyrir keppendur 14 ára og yngri fer fram á Nesvellinum á Seltjarnarnesi dagana 16.-18. ágúst.
Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit:
Smelltu hér fyrir myndasafn á gsimyndir.is
Alls eru 99 keppendur og koma þeir frá 12 klúbbum víðsvegar af landinu. Flestir eru frá GK eða 20 alls, GR er með 17 og NK 16.
Í piltaflokki koma keppendur frá 11 klúbbum og í stúlknaflokki eru keppendur frá 9 klúbbum. Átta klúbbar eru með keppendur í bæði stúlkna – og piltaflokki.
Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur án forgjafar.
Meðalforgjöfin í mótinu er 19.5. Lægsta forgjöfin er 0.5.
| Klúbbur | Stúlkur | Piltar | Samtals | Hlutfall af heild | ||
| 1 | GK | Golfklúbburinn Keilir, Hafnarfjörður | 7 | 13 | 20 | 20.2% | 
| 2 | GR | Golfklúbbur Reykjavíkur | 2 | 15 | 17 | 17.2% | 
| 3 | NK | Nesklúbburinn | 3 | 13 | 16 | 16.2% | 
| 4 | GKG | Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar | 2 | 10 | 12 | 12.1% | 
| 5 | GM | Golfklúbbur Mosfellsbæjar | 4 | 7 | 11 | 11.1% | 
| 6 | GA | Golfklúbbur Akureyrar | 1 | 7 | 8 | 8.1% | 
| 7 | GO | Golfklúbburinn Oddur | 3 | 2 | 5 | 5.1% | 
| 8 | GSS | Golfklúbbur Skagafjarðar | 1 | 2 | 3 | 3.0% | 
| 9 | GL | Golfklúbburinn Leynir, Akranes | 0 | 3 | 3 | 3.0% | 
| 10 | GS | Golfklúbbur Suðurnesja | 0 | 2 | 2 | 2.0% | 
| 11 | GHD | Golfklúbburinn Hamar Dalvík | 0 | 1 | 1 | 1.0% | 
| 12 | GSE | Golfklúbburinn Setberg | 1 | 0 | 1 | 1.0% | 
								
				
				
				
				
				
				
								
                                
                                
                                
                                
                                
                                
