Golfsamband Íslands

Keppendur valdir á Duke of York og Teodoro Soldati Trophy

Jussi Pitkänen, afreksstjóri GSÍ, hefur valið eftirfarandi leikmenn til keppni á Duke of York og Teodoro Soldati Trophy á Biella vellinum á Ítalíu.

Amanda Guðrún Bjarnadóttir frá Golfklúbbnum Hamri Dalvík og Sigurður Már Þórhallsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur keppa á Duke of York. Sturla Höskuldsson PGA kennari frá GA verður liðsstjóri en mótið fer fram 12.-14. september á Royal Liverpool vellinum.

Sigurður Már Þórhallsson GR
Amanda Guðrún Bjarnadóttir GHD

Sigurður, Andri og Böðvar keppa á Ítalíu

Þrír kylfingar keppa 5.-7. september á Teodoro Soldati Trophy á Biella vellinum á Ítalíu. Ingi Rúnar Gíslason PGA kennari frá GR verður liðsstjóri. Leikmenn Íslands verða Sigurður Bjarki Blumenstein (GR), Böðvar Bragi Pálsson (GR) og Andri Már Guðmundsson (GM).

Böðvar Bragi Pálsson GR
Andri Már Guðmundsson GM
Sigurður Bjarki Blumenstein GR

 

 

Exit mobile version