/

Deildu:

Auglýsing

Ragnhildur Kristinsdóttir, sem sigraði á KPMG-mótinu um liðna helgi og hampaði Hvaleyrarbikarnum í fyrsta sinn fær stórt verkefni í þessari viku. Ragnhildur er á meðal keppenda á Evrópumóti áhugamanna í keppni einstaklinga.

Mótið fer fram á Parkstone Golf Club á Englandi skammt frá borginni Bournemouth. Þetta er í 32. skipti sem mótið fer fram en 144 bestu áhugakylfingar heims taka þátt á þessu móti.

Mótið hefst miðvikudaginn, 24. júlí.

Keppnisfyrirkomulagið er höggleikur, 72 holur, eftir 2. keppnisdag verður niðurskurður. Alls komast 60 efstu keppendurnir áfram á lokakeppnisdagana tvo.

Minningu Celia Barquín Arozamena verður haldið á lofti á þessu móti. Spænski kylfingurinn sigraði á þessu móti í fyrra en aðeins tveimur mánuðum síðar var hún myrt í Bandaríkjunum.

Nánar um mótið hér:

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ