Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/let.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er í 36. sæti fyrir lokahringinn á LPGA móti sem fram fer Oregon í Bandaríkjunum. Ólafía lék á 69 höggum í dag á 3. keppnisdegi mótsins eða -3. Hún er samtals á -5 og er í góðri stöðu fyrir lokahringinn á sunnudaginn.

Ólafía fékk alls fimm fugla í dag og tvo skolla.

 

Leiknar verða 72 holur á fjórum dögum og eftir 36 holur verður niðurskurður. Ólafía Þórunn er sem stendur í 106. sæti peningalistans. Hún þarf að vera á meðal 100 efstu til þess að tryggja keppnisréttinn á LPGA á næsta tímabili.

Hér er hægt að fylgjast með gangi mála: 

 

 

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ