/

Deildu:

Auglýsing

Mikilvægt er að allir golfklúbbar hafi yfir dómurum að ráða og því nauðsynlegt að efla vitund félagsmanna fyrir gildi þess að klúbburinn hafi menntaða golfdómara.

Um leið má minna á að nýjar golfreglur tóku gildi um síðustu áramót og því er þetta gott tækifæri til að fræðast um þær breytingar sem orðið hafa á reglunum.

Héraðsdómaranámskeiðið fer fram með sama hætti og síðustu ár, haldnir eru 4 fyrirlestrar þar sem farið er í ákveðnar reglur og síðan er prófdagur þar sem farið er almennt yfir störf dómara auk prófsins. Hægt er að velja úr tveimur mismunandi prófdögum.

1. fyrirlestur:
Þriðjudaginn 5. apríl kl. 19:00 – 22:00. Reglur 1, 2, 3, 6, 9, 10, 13 og 15.

2. fyrirlestur:
Fimmtudaginn 7. apríl kl. 19:00 – 22:00. Reglur 4, 5, 11, 16, 18, 19 og 20.

3. fyrirlestur:
Mánudaginn 11. apríl kl. 19:00 – 22:00. Reglur 7, 8, 21, 22, 24 og 25.

4. fyrirlestur:
Miðvikudaginn 13. apríl kl. 19:00 – 22:00. Reglur 12, 14, 17, 23, 26, 27 og 28.

Lokafyrirlestur og fyrra próf:
Þriðjudaginn 19. apríl kl. 19:00 – 22:00.
Lokafyrirlestur og síðara próf:
Laugardaginn 23. apríl kl. 10:00 – 13:00.

Athugið að að hægt er að velja að taka próf 19. apríl eða 23. apríl.

Allir fyrirlestrar og prófin verða haldin í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.
Skráning er í netfangið domaranefnd@golf.is .

Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu GSÍ í síma 5144050.

Skráningarfrestur fyrir héraðsdómaranámskeiðið er til hádegis þriðjudaginn 5. apríl.

Dómaranefnd GSÍ

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ