Auglýsing

Haraldur Franklín Magnús, GR, er á meðal keppenda á Kaskáda Golf Challenge mótinu sem fram fer á Kaskáda Golf Resort, Brno, í Tékklandi. Mótið hófst fimmtudaginn 15. júní og verða leiknir fjórir keppnishringir á fjórum dögum.

Mótið er hluti af Challenge Tour, Áskorendamótaröðinni, sem er næst sterkasta atvinnumótaröð í karlaflokki í Evrópu.

Mótið í Tékklandi er fjórða mót tímabilsins hjá Haraldi Franklín á mótaröðinni. Hann hefur leikið á 50 mótum á þessari mótaröð frá árinu 2018. Besti árangur hans er 2. sætið og hann hefur einnig endað í þriðja sæti.

Smelltu hér fyrir rástíma, stöðu og úrslit á mótinu í Tékklandi:

Haraldur Franklín Magnús. Mynd/Grímur Kolbeinsson.

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ