Guðmundur Ágúst Kristjánsson (GR) náði bestum árangri þeirra fjögurra íslenskra kylfinga sem tóku þátt á Lakes Open mótinu á Spáni. Mótið er hluti af Nordic Tour atvinnumótaröðinni sem er í þriðja styrkleikaflokki mótaraða í Evrópu.
Guðmundur Ágúst lék hringina þrjá á 7 höggum undir pari (69-72-66) 207 högg og skilaði það honum í 13. sæti. Andri Þór Björnsson (GR) endaði í 32. sæti á pari vallar samtals (72-71-71). Haraldur Franklín Magnús (GR) og Axel Bóasson (GK) tóku einnig þátt en þeir komust ekki í gegnum niðurskurðinn og voru því ekki á meðal 45 efstu.
Axel varð stigameistari á þessari mótaröð í fyrra og tryggði sér þar með keppnisrétt á Áskorendamótaröðinni sem er næst sterkasta mótaröð Evrópu. Keppni á Áskorendamótaröðinni hefst í mars.
Úrslit mótsins má nálgast hér:
Næsta mót hjá þessum fjórum kylfingum hefst þann 1. mars og er það einnig hluti af vetrarmótaröð Nordic Tour á Spáni. Mótið heitir Hills Open og er það leikið á Lumine svæðinu.