Fimm íslenskir kylfingar taka þátt á GolfStar Winter Series – Links mótinu sem fram fer
Empordá vellinum á Spáni. Mótið er á Nordic Golf League atvinnumótaröðinni – sem er í þriðja efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu í karlaflokki.
Alls eru 148 keppendur skráðir til leiks. Bjarki Pétursson, Hlynur Bergsson, Kristófer Orri Þórðarson og Ragnar Már Garðarsson eru á meðal keppenda. Þeir eru allir úr GKG en Hlynur er þessa stundina búsettur í Danmörku þar sem hann keppir fyrir golfklúbb í Óðinsvéum.
Aron Bergsson, sem skráður er í Hills golfklúbbinn í Svíþjóð, er fimmti íslenski keppandinn. Hann hefur keppt undir merkjum GKG á Íslandsmótinu í golfi – en hann hefur verið búsettur í Svíþjóð frá barnsaldri. Þess má geta að Aron er bróðir landsliðskonunnar, Andreu Bergsdóttur, sem tók risastökk á heimslista áhugakylfinga í síðustu viku.
Keppt er á tveimur völlum á Emordá, en vellirnar heita Forest og Links. Keppendur leika á báðum völlunum fyrstu tvo dagana en á þriðja keppnisdegi, lokahringum, verður leikið á Links vellinum. Niðurskurður er eftir 2 hringi og komast 45 efstu áfram á lokahringinn.