Alls tóku sjö íslenskir kylfingar þátt á 1. stigi úrtökumótsins fyrir Nordic Golf atvinnumótaröðina. Keppt var á Trent Jones JR. vellinum í Danmörku og komust þrír þeirra áfram á lokaúrtökumótið sem hefst á morgun, fimmtudag. Alls verða fjórir íslenskir kylfingar á lokaúrtökumótinu því Axel Bóasson úr Keili var þegar búinn að tryggja sér keppnisrétt á lokaúrtökumótinu.
Andri Þór Björnsson (GR), Haraldur Franklín Magnús (GR) og Björn Óskar Guðjónsson (GM) komust allir áfram í gegnum 1. stigið og leika því á lokaúrtökumótinu ásamt Axel.
Nánari upplýsingar um lokaúrtökumótið:
Alls komust 22 efstu af þessu móti inn á lokastigið.
Eftirtaldir Íslendingar tóku þátt:
Guðmundur Ágúst Kristjánsson, GR.
Haraldur Franklín Magnús, GR.
Björn Óskar Guðjónsson, GM.
Theodór Emil Karlsson, GM.
Andri Þór Björnsson, GR.
Tumi Hrafn Kúld, GA.
Hrafn Guðlaugsson, GSE.