Frá vinstri: Berglind Erla, Sara, Kristín Sól. Mynd/Frosti
Auglýsing

Þrír kylfingar úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar röðuðu sér í þrjú efstu sætin á stigalista GSÍ flokki 17-18 ára á stigamótaröðinni 2022.

Sara Kristinsdóttir, GM, er stigameistari 2022 á unglingamótaröð GSÍ í flokki 17-18 ára. Berglind Erla Baldursdóttir, GM, varð önnur og Katrín Sól Davíðsdóttir, GM, varð þriðja.

Sara tók þátt á öllum fimm mótum tímabilsins. Hún sigraði á fyrstu tveimur mótunum, varð önnur á næstu tveimur og í þriðja sæti á lokamótinu. Hún varð önnur á Íslandsmótinu í höggleik og í þriðja sæti á Íslandsmótinu í holukeppni.

Berglind Erla tók þátt á fjórum mótum af alls fimm. Hún varð Íslandsmeistari í höggleik í þessum aldursflokki. Hún varð önnur á tveimur mótum og þar á meðal á Íslandsmótinu í höggleik.

Katrín Sól tók þátt á fjórum mótum af alls fimm. Hún sigraði á Íslandsmótinu í holukeppni, tvívegis endaði hún í þriðja sæti og einu sinni í því fjórða.

Smelltu hér fyrir stigalistann í heild sinni:

<strong>Frá vinstri Berglind Erla Sara Kristín Sól MyndFrosti<strong>

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ