/

Deildu:

Auglýsing
– Markmið sumarsins er að komast niður í 6 í forgjöf, segir Loftur Ingi Sveinsson – Viðtal úr 1. tbl. Golf á Íslandi 2016

Loftur Ingi Sveinsson byrjaði í golfi vorið 1973 á Akranesi en á þeim tíma var Jack Nicklaus stærsta nafnið í golfheiminum og Liverpool enskur meistari í fótbolta. Loftur náði góðum tökum á golfinu en stefnir á að bæta leik sinn í sumar og komast undir 6 í forgjöf.

„Ég var í fótbolta líkt og aðrir strákar á sumrin en vorið 1973 kynntist ég golfinu. Það var mikill áhugi á golfi hjá strákunum í mínum árgangi. Ég fór með þeim að prófa og það var ekki aftur snúið. Það er sambland af mörgum þáttum sem ég sækist eftir í golfinu. Þar má nefna útiveru, hreyfingu, félagsskapinn, keppnina og maður er stöðugt að reyna að bæta sig.“

Á löngum golfferli hefur margt minnisstætt gerst á golfhringjunum hjá Lofti. Hann rifjar upp eftirminnilegt högg á Korpúlfsstaðavelli. „Ég var eitt sinn að spila þriðju brautina á Korpunni sem er frekar löng par 3 hola. Ég „slæsaði“ boltann hressilega til hægri og hann stefndi út í miðja Korpuá og út af vellinum. Það var hins vegar mjög lítið vatn í ánni og klappirnar stóðu nokkuð upp úr. Boltinn lenti af krafti í einni klöppinni, skaust aftur inn á völlinn og endaði á miðri braut. Það var góð niðurstaða fyrir mig eftir lélegt högg.“

Loftur er einn af mörgum sem æfir töluvert yfir vetrartímann á æfingasvæðinu en hann er félagi í GR. „Það fer eftir aðstæðum hverju sinni hvort hægt sé að æfa. Ég byrja að spila þegar GR-vellirnir opna og ég spila að jafnaði 2-4 sinnum í viku. Ég er í rúmlega 20 manna golfhóp, TFK, sem er með mótaröð yfir sumarið. Það er keppni um að komast í TFK-liðið sem leikur við Stullana í Ryderkeppninni. Ég tek einnig þátt í Meistaramóti GR annað hvert ár.“

[pull_quote_right]Markmið sumarsins hjá Lofti er að lækka forgjöfina, fækka „sprengjunum“ og bæta leik sinn.  „Stefnan hjá mér er að komast niður í 6 í forgjöf í haust.“[/pull_quote_right]

Að lokum var Loftur inntur eftir uppáhaldsholunni og uppáhaldsvellinum.

„Önnur holan á Garðavelli á mínum gamla heimavelli á Akranesi hefur alltaf heillað mig. Hundslöpp til vinstri og vallarmörk báðum megin við brautina. Ég slæ upphafshöggið með blendingi og á þá um 100 metra eftir inn á flötina sem er í skógarrjóðri. Það er erfitt að gera upp á milli golfvalla. Ætli ég verði ekki að velja Kiðjaberg sem uppáhaldsvöllinn. Ég var í klúbbnum þar og varð tvívegis klúbbmeistari þegar völlurinn var níu holur. Ég er hrifnari af eldri hluta vallarins en stækkunin er samt sem áður góð,“ sagði Loftur Ingi Sveinsson.  

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ