Karen Guðnadóttir. Mynd/Helga Laufey
Auglýsing

„Ég hef aldrei gert þetta áður og var orðlaus í smástund en fagnaði síðan rosalega. Þetta hefur alltaf verið draumurinn, að slá draumahöggið þar sem margir eru að horfa á. Og það skemmdi ekki fyrir að gera þetta á Eimskipsmótaröðinni og standa síðan uppi sem sigurvegari,“ sagði Karen Guðnadóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja. Karen fór holu í höggi á Borgunarmótinu á Hvaleyrarvelli í júlí þar sem hún sló 132 metra með 8-járninu og boltinn endaði ofan í holunni.

„Heiða systir mín var aðstoðarmaður minn í þessu móti en hún gat ekki tekið þátt vegna meiðsla á öxl. Það var ekkert verra að hafa hana þarna til þess að fagna með mér,“ segir Karen en Helga Laufey Guðmundsdóttir ljósmyndari náði þessum frábæru myndum af draumahögginu hjá Karen.

Heiða hefur greinilega góð áhrif á þá sem keppa á Eimskipsmótaröðinni því Heiða var í ráshópnum með Önnu Sólveigu Snorradóttur úr GK þegar hún fór holu í höggi á Bose-mótinu á Akureyri nýverið. Heiða hefur einnig séð föður sinn, Guðna Vigni Sveinsson, fara holu í höggi tvívegis en hann hefur sjö sinnum farið holu í höggi.

Karen Guðnadóttir. Mynd/Helga Laufey
Karen Guðnadóttir. Mynd/Helga Laufey

 

Karen Guðnadóttir. Mynd/Helga Laufey
Karen Guðnadóttir fagnar hér með systur sinni, Heiðu. Mynd/Helga Laufey
Karen Guðnadóttir fagnar hér með systur sinni, Heiðu. Mynd/Helga Laufey

 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ