Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Auglýsing

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir verður með keppnisrétt á Symetra mótaröðinni á næsta tímabili. GR-ingurinn verður í styrkleikaflokki H á Symetra mótaröðinni.

Samkvæmt heimildum golf.is þýðir það að Ólafía Þórunn ætti að komast inn á flest mót á Symetra mótaröðinni.  

Ólafía Þórunn lék á alls 17  mótum á tveimur sterkustu atvinnumótaröðum Bandaríkjanna á árinu 2019. Hún lék á 9 mótum Symetra mótaröðinni sem er sú næst sterkasta, þar komst hún í gegnum niðurskurðinn á 5 þeirra. Á stigalista Symetra mótaraðarinnar endaði Ólafía Þórunn í 140. sæti. 

Á LPGA mótaröðinni, sem er sú sterkasta í heiminum, lék Ólafía Þórunn á 8 mótum, hún komst í gegnum niðurskurðinn á einu þeirra. Á stigalista LPGA endað hún í 177. sæti. Ólafía fór í gegnum 2. stig úrtökumótsins fyrir LPGA mótaröðina. Þar endaði hún í 94. sæti. 

Eins og áður segir verður Ólafía Þórunn með keppnisrétt á Symetra mótaröðinni á næsta tímabili. Það eru ýmsir möguleikar sem opnast á þeirri mótaröð með góðum árangri. Um 25 mót er á keppnisdagskrá Symetra, 10 efstu á stigalistanum í lok tímabilsins fá keppnisrétt á LPGA mótaröðinni. Og sæti nr. 11.-30. á stigalista Symetra tryggja keppnisrétt á lokaúrtökumótinu fyrir LPGA (Q-series). 

Ólafía Þórunn hefur hug á því að sýna sig og sanna á næsta tímabili og hefst undirbúningur hennar fyrir tímabilið 2020 um miðjan nóvember með æfingabúðum í Bandaríkjunum. Hún mun einnig taka æfingatörn í janúar í Bandaríkjunum áður en keppnistímabilið á Symetra mótaröðinn hefst. 

Árangur Ólafíu Þórunnar á árinu 2019: 

Symetra mótaröðin:

27. september: 
OA Golf Classic:
61. sæti / (69-74-75) 218 högg (+5)


16. ágúst:
FireKeepers Casino:
50. sæti / (74-70-72) 216 högg (par)


28. júní:
Prasco Charity Championship
51. sæti: / (72-72-77) 221 högg (+5)


15. maí:
Symetra Classic
56. sæti / (74-75-75) 224 högg (+8)


9. maí:
IOA Invitational 
45. sæti / (73-71-74) 218 högg (+2)


26. apríl:  
Murphy USA El Dorado Shootout
Komst ekki í gegnum niðurskurðinn / (78-81) 159 högg (+15)


5. apríl:
Windsor Golf Classic
Komst ekki í gegnum niðurskurðinn / (76-75) 151 högg (+7)


29. mars:
IOA Championship / Morongo Casino Resort & Spa
65. sæti / (74-73-86) 233 högg (+14)  


7. mars:
SKYiGOLF Championship
Komst ekki í gegnum niðurskurðinn / (72-75) 147 högg (+3)


LPGA mótaröðin:

29. ágúst:  
Cambia Portland Classic
Komst ekki í gegnum niðurskurðinn / (71-72) 143 högg (-1)


8. ágúst:  
Aberdeen Standard Investments Ladies Scottish Open
Komst ekki í gegnum niðurskurðinn / (75-75) 150 högg (+8).


17. júlí:
Dow Great Lakes Bay Invitational
Komst ekki í gegnum niðurskurðinn / (76-67) 143 högg (+3)


11. júlí: 
Marathon Classic
74. sæti / (68-75-75-71) 289 högg (+5)


4. júlí:
Thornberry Creek LPGA Classic
Komst ekki í gegnum niðurskurðinn / (74-76) 150 högg (+6)


7. júní:  
ShopRite
Komst ekki í gegnum niðurskurðinn / (75-74) 149 högg (+7)


30. maí:
U.S. Women’s Open
Komst ekki í gegnum niðurskurðinn / (71-76) 147 högg (+5)



23. maí:  
Pure Silk Championship
Komst ekki í gegnum niðurskurðinn / (73-77) 150 högg (+8) 

Deildu:

Auglýsing
Auglýsing

Fylgstu með GSÍ á samfélagsmiðlunum

Hlökkum til að sjá þig á samfélagsmiðlum GSÍ